Eyjapæjur tóku öll stigin

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Það var ekki margt sem benti til þess að þannig færi framan af leik en Afturelding var frískari aðilinn í fyrri hálfleik og átti nokkar lofandi sóknir án þess þó að opna vörn gestanna nægilega. Mjög á móti gangi leiks komst ÍBV yfir þegar Shaneeka Gordon smellti einum í bláhornið utanúr teig og þannig stóð í hléi.

Þegar stutt var liðið af seinni hálfleik komst ÍBV í sókn og aftur náði Shaneeka Gordon að lauma honum inn og staðan orðin 0-2 í leik þar sem okkar rauðklæddu stelpur voru síst lakari aðilinn. Þegar ÍBV komst í þriðja sinn framyfir miðju eftir hlé og setti þriðja markið var ljóst að úrslitin voru ráðin en mikið óskaplega gefa þau ranga mynd af gangi leiksins.

Aðalhöfuðverkur Aftureldingar virðist liggja í því að opna varnir andstæðingsins örlítið betur og auðvitað að skora mörk en leikur liðsins úti á velli er til fyrirmyndar og aðeins tímaspursmál hvenær fyrsti sigurinn kemur í hús.

Liðsheild Aftureldingar var nokkuð jöfn í leiknum en Kristin markmaður Russell var e.t.v. fremst meðal jafningja og fær nafnbótina maður leiksins að þessu sinni.