Flott samstarf hjá 3. flokki kvenna.

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fyrir skömmu gengu Afturelding og Fram frá samkomulagi um að tefla fram sameiginlegu liði í Íslandsmóti 3. flokks kvenna í sumar. Liðið mun keppa undir merkjum beggja félaga, Fram/Afturelding og leika heimaleiki liðanna til skiptis í Mosfellsbæ og á Framvelli í Úlfarsárdal. Þetta samstarf kemur til með að efla og auka áhuga og minnka brottfall stúlkna úr íþróttum og því eru miklar vonir eru bundnar við áframhaldandi samstarf þessara félaga í kvennaflokkunum. Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta leik sameiginlegs liðs á Stjörnuvelli í Garðabæ síðastliðinn mánudag.