Þrjú gull og fjögur silfur á Norðurlandameistaramótinu.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Keppendur frá Aftureldingu unnu til þriggja gullverðlauna og þar með Norðurlandameistaratitla á Norðurlandameistaramótinu um daginn. Gullverðlaun fengu þau Herdís Þórðardóttir, Aldís Inga Richardsdóttir og Meisam Rafiei. Ennfremur unnu keppendur frá félaginu til fjögurra silfurverðlauna, María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Níels Salómon Ágústsson, Erla Björg Björnsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir. Þess má geta að María Guðrún og Vigdís Helga eru mæðgur, sem og Herdís og Erla Björg. Til hamingju með árangurinn Taekwondodeild.