HK/Víkingur – Afturelding, Pepsideildarsæti í húfi

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding heldur þá í Fossvoginn og leikur við HK/Víking á Víkingsvelli kl 13:00 og ræðst í þessum leik hvort liðið leikur í Pepsideildinni næsta sumar. Stelpurnar okkar hafa 14 stig í áttunda sæti en HK/Víkingur er með 11 stig í níunda sæti sem er fallsæti.

Sigri HK/Víkingur ná þær Aftureldingu að stigum og þarf þá að skoða markahlutfall liðanna til að útkljá hver lokastaða þeirra verður. Þar munar sex mörkum sem þýðir að þriggja marka sigur eða stærri dugar HK/Víking til að komast uppfyrir okkur en allt annað þýðir að Pepsideildarsætið er Aftureldingar.

Í fyrri leik liðanna unnu okkar stelpur örugglega 3-0 á Varmárvelli með mörkum Telmu og Láru Kristínar en þær eru báðar fjarri góðu gamni og verða aðrar að taka við keflinu hvað markaskorun varðar.

Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að koma við í Víkinni á morgun og hvetja stelpurnar okkar til sigurs og tryggja þannig að Mosfellsbær eigi áfram lið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu.