Ísak Snær þreytti frumraun með U23 liði Norwich

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Aftureldingarmaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson spilaði sinn fyrsta leik með U23 ára liði Norwich í fyrradag. Ísak, sem er einungis 17 ára, spilaði þá með U23 ára liðinu í 4-0 tapi gegn Fulham. Hann spilaði í fremstu víglínu Norwich í leiknum.

Undanfarin tvö ár hefur Ísak verið á mála hjá Norwich og spilað með U16 og U18 ára liðum félagsins. Ísak var áður á mála hjá Aftureldingu en hann hefur leikið með U17, U18 og U19 ára landsliði Íslands.

Frétt tekin af fotbolti.net