Annar sigur hjá strákunum, og núna í 1.deild karla

Blakdeild Aftureldingar teflir fram þremur karlaliðum í Íslandsmóti Blaksambands Íslands. Strákarnir í Mizunodeildinni gerðu góða ferð í Kópavog og nældu sér í 3 stig á miðvikudaginn.  Á fimmtudaginn hélt 1.deildar liðið okkar einnig í Kópavog  en þá spiluðu þeir sinn fyrsta leik í Benecta deildinni og gerðu eins, komu heim með 3 stig eftir viðureign við HKarla. Glæsileg byrjun hjá strákunum okkar.