Tilboðsdagar á Aftureldingarvörum frá JAKO

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Búningaframleiðandinn okkar JAKO mætir í heimsókn til okkar í íþróttamiðstöðina að Varmá í vikunni 6. og 7. nóvember og verða tilboðsdagar á fatnaði frá JAKO. Þetta er því frábært tækifæri til að næla sér í Aftureldingarfatnað á frábæru verði.

Hægt verður að máta og panta fatnað milli kl. 16-19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allur fatnaður verður svo tilbúinn og merktur daginn eftir í JAKO-búðinni að Smiðjuvegi í Kópavogi.

Tilboð verður á Aftureldingarvörum alla vikuna í verslun JAKO. Hvetjum foreldra, stuðningsmenn og iðkendur til að fjölmenna og næsla sér í fatnað á frábæru verði! Áfram Afturelding!