Jafnir á toppnum – spennan vex !

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Strákarnir höfðu fyrir leikinn unnið fjóra leiki í röð og þar á meðal tvo þá síðustu á útivelli en leikurinn við Gróttu var þriðji útileikurinn í röð.Grótta reyndist hinsvegar beinskeyttari í viðureign liðanna og vann 2-0 sigur með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Aftureldingu tókst ekki að skora sem telst til tíðinda en liðið er þó áfram á toppi deildarinnar, nú ásamt HK sem reyndar er með betra markahlutfall og fær því að máta efsta sætið í bili en bæði lið hafa 19 stig, stigi á undan ÍR og tveimur stigum á undan KV.

Um helgina dregur svo til tíðinda þegar toppliðin mætast á N1 vellinum að Varmá í stærsta leik sumarsins hingað til.