Strákarnir verða á Nesinu í kvöld

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding hefur verið á miklu skriði undanfarið og unnið síðustu fjóra leiki sína og er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig. Leikurinn í kvöld er þriðji útileikurinn í röð og það yrði afar sterkt að skella í góða þrennu með sigri á Gróttu sem er í sjöunda sæti með 10 stig.

Undanfarin ár hafa liðin mæst af og til og vann Afturelding báða leikina í deildinni í fyrra, heima 4-2 og útileikinn 5-2 þannig að útlit er fyrir markaleik á nesinu. Grótta á hinsvegar tvo sigra; í Lengjubikar í vor og Fótbolta.net mótinu í fyrra þannig að þeir eru til alls líklegir.

Það er því tilvalið að kíkja á Gróttuvöll í kvöld með rauðan trefil og húfu og styðja við strákana okkar í toppbaráttunni. Áfram Afturelding !