Kristín og U17 landsliðið komið heim frá Svíþjóð

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Kristín Þóra Birgisdóttir leikmaður Aftureldingar var í eldlínunni með íslenska liðinu og var í byrjunarliðinu í tveimur leikjum en kom inná sem varamaður í hinum tveimur. Íslenska liðinu gekk reyndar ekki sem skyldi og tapaði öllum fjórum leikjum sínum en liðið lék við heimastúlkur frá Svíþjóð auk þess að mæta Englandi, Hollandi og loks frændum vorum Finnum.

Kristin var þrátt fyrir rýra uppskeru ánægð með ferðina enda mikil reynsla að spila við jafnöldrurnar frá hinum Evrópulöndunum. Mótherjarnir léku hraðan bolta og sérstaklega var þýska liðið flott sem vann keppnina að lokum.

Allir dagar hjá íslensku stelpunum gengu út á fótbolta, æfingar og leiki, fundi og ferðalög milli valla og komst lítið annað að.  Þó voru einhverjar stundir til afþreyingar og lék veðrið við mótsgesti og þáttakendur en Uddevalla er á vesturströnd Svíþjóðar.

Knattspyrnudeild óskar Kristínu Þóru til hamingju með landsleikina og væntir mikils af henni í framtíðinni.