Drekaævintýrið hefst 11. ágúst

Ungmennafélagið Afturelding

Fyrri umferð af Drekaævintýri Taekwondo deildarinnar var haldinn í júní og gekk vonum framar. Veðurguðirnir virtust vera uppteknir annars staðar en vonandi gefa þeir sér tíma til að heimsækja okkur í ágúst.
Drekaævintýrið er skipulagt fyrir nýja iðkendur sem og núverandi iðkendur. Því geta allir mætt, hvort sem þau hafa verið í bardagalistum áður eða ekki. Ef þín börn hafa gaman af útiveru, leikjum og bardagalistum þá er Drekaævintýrið eitthvað fyrir þau.
Farið verður í ratleiki, Taekwondo tækni, sjálfsvörn og sund svo eitthvað sé nefnt. Gestakennarar úr öðrum bardagalistum munu einnig koma í heimsókn með fjölbreytta dagskrá.

Barnið þitt getur því prófað margar bardagalistir á einu og sama námskeiðinu.

Allir krakkar fá Drekaboli á námskeiðinu.

Hvar
Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu við Varmá frá 13-16 og er hópnum skipt í tvennt eftir aldri. Fjöldi þjálfara sjá um námskeiðið og því fjölbreyttar áherslur hverju sinni. Reynt verður að halda námskeiðið utandyra eins mikið og kostur er, en annars í Taekwondo sal Aftureldingar.

Tímabil og verð
Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og hægt að skrá sig í eina eða tvær vikur.

Námskeiðið er frá 11. ágúst – 22. ágúst og mæting klukkan 13:00 alla virka daga.

Námskeiðið kostar 8.000,- ein vika og 15.000,- tvær vikur

Skráning fer fram á taekwondo@afturelding.is og frekari upplýsingar um námskeiðið fást í síma 7798217

* Deildin áskilur sér rétt til að hætta við námskeiðið ef þáttaka er ekki næg (10 skráningar).