Frábær árangur hjá Sunddeild Aftureldingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi (AMÍ) lauk síðasta sunnudag. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og voru flest að bæta sína tíma. Góður andi var í hópnum og voru þau félagi sínu til sóma. Afturelding vann 14 verðlaunapeninga og hefur félagið aldrei áður unnið til svo margra verðlauna á þessu móti. Þáttakendur voru alls 264 frá 15 liðum.

Bjartur Þórhallsson (12 ára) vann til verðlauna í flokki  12 ára og yngri þar sem hann varð annar í 400m fjórsundi, 100m skrið, 200m skrið, 400m skrið, 200m bak og þriðji í 100m bak og 200m fjórsundi.  

Davíð Fannar Ragnarsson (14 ára) varð aldursflokkameistari Íslands í flokki 13 – 14 ára  í 400m fjórsundi, ásamt því að verða annar í 100m skrið, 200m skrið, 400m skrið, 200m fjórsundi og þriðji í 1500m skrið og 100m bringu.

Það eru því bjartir tímar framundan hjá sunddeildinni og margir efnilegir sundmenn í félaginu.
Nú er sunddeildin komin í sumarfrí, og hefjast æfingar að nýju eftir að sundmenn koma heim úr æfingabúðum á Spáni í ágúst.