Frábær frammistaða Aftureldingar á AMÍ

Sunddeild Aftureldingar Sund

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi var haldið á Akureyri 28. – 30 júní
15 sundfélög mættu með keppendur á mótið og voru  222 sundmenn skráðir til keppni.
Afturelding átti að þessu sinni 11 þáttakendur sem höfðu náð lágmörkum inn á þetta stærsta sundmót ársins og stóðu þau sig öll frábærlega.  Þau voru flest að bæta sig eða við sína bestu tíma. Það eru því bjartir tímar eru framundan hjá þessum frábæru sundmönnum. Afturelding hefur sjaldan náð að senda jafn marga keppendur á mótið og á þessu ári.
Nokkrir sundmenn félagsins unnu til verðlauna.
Bjartur Þórhallsson varð í flokki 13. ára í 1. sæti í 200m bak, 1. sæti í 400m skrið, 3. sæti í 200m skrið, 3. sæti í 100m bak,
Davíð Fannar Ragnarsson varð aldursflokkameistari Íslands í flokki 15. ára í 200m skrið, 400m skrið, 200m bringu og 400m fjórsundi ásamt því að verða þriðji í 100m skriðsundi.
Gunnur Mjöll Birgisdóttir varð í flokki 14 ára telpna í 2. sæti í 100m. Bringusundi
Jón Goði Ingvarsson varð í flokki 14. ára í 2. sæti í 100m bringu og 3. sæti í 200m bringu.

Myndir frá mótinu má sjá hér á myndasíðu sunddeildar.