Leiðrétting á auglýsingu með Fréttablaðinu

Ungmennafélagið Afturelding Sund

Í dag barst auglýsing með fréttablaðinu frá sunddeild Aftureldingar. Á honum eru auglýst skriðsundsnámskeið fullorðinna á annari síðunni, en hinum megin sundskóli Aftureldingar.

Við gerð auglýsingar urði smá mistök og kemur fram að skólinn sé kenndur á mánudögum kl. 16.15-16.45 og á fimmtudögum kl 17.15-17.45. En hið rétta er að skólinn er kenndur á mánudögum kl 16.15-16.45 og þriðjudögum kl 17.15-17.45.

Sundskóli Tobbu heldur sínu striki á fimmtudögum og Afturelding verður áfram á sínum tíma, mánudögum og þriðjudögum.

Við biðjumst velvirðingar á þessum misskilning og hlökkum til að sjá alla í lauginni.