Byggingafélagið Bakki styrkir Aftureldingu myndarlega

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Blak, Handbolti, Knattspyrna

Byggingarfélagið Bakki og Ungmennfélagið Afturelding hafa gert með sér samnings sem kveður á um að Bakki verði aðalstyrktaraðili barna- og unglingaráða í blaki, handbolta og knattspyrnu. Samningur þess efnis var undirritaður á þriðjudag þegar Afturelding mætti FH bikarleik að Varmá.

Samningurinn markar tímamót en framvegis verða allar keppnistreyjur barna og unglinga í þessum íþróttagreinum eins. Iðkendur geta því notað sömu keppnistreyjuna fyrir blak, handbolta og knattspyrnu.

„Við erum afar þakklát Byggingarfélaginu Bakka fyrir þennan rausnarlega stuðning. Við höfum horft til þess í nokkur ár að reyna að sameina keppnistreyjur barna- og unglinga í hópíþróttum hjá Aftureldingu í eina sameiginlega treyju og erum mjög sátt að það hafi tekist. Svona framtak þjappar félaginu saman í eina átt og hjálpar einnig okkar iðkendum að stunda fleiri en eina íþróttagrein,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar.

Mynd/RaggiÓla: Bernharð Eðvarðsson, Birna Kristín Jónsdóttir, Örn Kjærnested frá Byggingafélaginu Bakka, Jórunn Edda Hafsteinsdóttir og Guðbjörg Torfadóttir skrifuðu undir tímamótsamning við Byggingafélagið Bakka sl. þriðjudag.