Sund – Garpaæfingar hefjast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 2. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði.

 

Þjálfari er Ingi Þór Ágústsson.

Ingi er með 23 ára reynslu sem þjálfari – barna ungmenna og garpa. Hefur verið yfirþjálfari hjá sunddeild Vestra, sunddeild Breiðabliks og undanfarin ár verið að þjálfa hjá Ægir og nú síðast hjá sunddeild Fjölnis. Hefur setið í stjórn SSÍ um margra ára skeið en gaf ekki kost á sér á síðasta sundþingi. Er varaformaður landsliðsnefndar SSÍ og hefur verið þar undanfarin 6 ár. Situr í framkvæmdarstjórn ÍSÍ síðan 2013. 

 

Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/

 

Allar nánari upplýsingar hjá sund@afturelding.is eða hjá þjálfara:  ingithor@icepharma.is  sími 8218038.