Sundskóli Aftureldingar, fyrir 4 – 5 ára börn, heldur áfram á vorönn 2019. Skólinn er hugsaður sem undirbúningur fyrir skólasund og ætlaður krökkum sem eru á lokaári í leikskóla. Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr og skrá þarf börnin í Nóra, á https://afturelding.felog.is.
Kennsla fer fram í Lágafellslaug einu sinni í viku, 30 mínútur í senn, en hægt er að velja á milli þess að mæta á mánudögum, kl: 16:15-16:45, eða þriðjudögum, kl. 17:15-17:45. Þjálfari er Sólrún Ósk Árnadóttir, þjálfari hjá sunddeild Aftureldingar.
Tilgangur námskeiðanna er að venja börn við í vatni svo þeim líði vel og kenna þeim grunnhreyfingar sundiðkunar.