Maður og kona móts í sparring

Taekwondo Taekwondo

Helgina 13-14 febrúar fór fram bikarmót 1 í Taekwondo. Um 150 keppendur tóku þátt í keppni í poomsae (formum) og sparring (bardaga). Keppendur frá Aftureldingu stóðu sig mjög vel og fengu 11 gullverðlaun, 15 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun. Afturelding er í öðru sæti á bikarmótaröðinni með 176 stig.

Þá voru Ásta Kristbjörnsdóttir og Wiktor Sobczynski frá Aftureldingu valin kona og maður mótsins í sparring (bardaga). Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur, áfram Afturelding.