NM: Tvö silfur til Aftureldingar í Finnlandi

TaekwondoTaekwondo

Íslenska landsliðið í taekvondo náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu í Finnlandi um helgina. Ísland eignaðist þar fimm gullverðlaunahafa en auk þess náði íslenski hópurinn í níu silfurverðlaun og níu bronsverðlaun.

Taekwondodeild aftureldingar átti tvo keppendur á mótinu og náðu þau bæði í silfurverðlaun:

Arnar Bragason vann silfur í bardaga í -74kg og Erla Björg Björnsdóttir vann silfur í bardaga í unglingaflokki 

Frá vinstri á myndinni eru Richard Már Jónsson form TKÍ, Arnar Bragason, Erla Björg Björnsdóttir og Meisam Rafiei yfirþjálfari TKD Aftureldingar og jafnframt landsliðsþjálfari.