Tvöfaldir Íslandsmeistarar í Taekwondo

TaekwondoTaekwondo

Helgina 19-20 október var haldið Íslandsmót í Taekwondo og fór Taekwondodeild Aftureldingar með sigur að hólmi og hlaut því tvöfaldan Íslandsmeistartitil.

Á laugardeginum fór fram Íslandsmót í Poomsae (formum/tækni) og á sunnudeginum Íslandsmót í Kyorugi (bardaga). Á Íslandsmóti taka þátt iðkendur sem verða 12 ára á árinu og eldri.

Þetta er frábær árangur og sýnir hvað þetta góða starf deildarinar er að skila sér. Það er frábær hópur þjálfara, iðkenda og foreldra sem tryggir að starfsemi og uppbygging deildarinnar dreifist á margar samhentar hendur.

Við óskum öllum okkar iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Smá pása

Smá pása