Þór Guðmundsson kominn í þjálfarateymi m.fl.kvenna

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti, Óflokkað

Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá m.fl. kvenna. Hann verður í þjálfarateyminu ásamt Guðmundi Helga Pálssyni og Einari Bragasyni. Þór mun einnig þjálfa yngri flokka félagsins. Þór hefur starfað við þjálfun síðustu 9 ár og hefur hann þjálfað hjá bæði Fram og Víking. Sístu ár var hann þjálfari m.fl. kvenna hjá Víking.

„Fyrst og fremst hlakka hlakka ég til að hjálpa Aftureldingu að komast upp í efstu deild kvenna í handbolta. Auk þess er markmiðið að efla og hjálpa til við uppbyggingu yngri flokka og þá sérstaklega kvenna megin. Verkefnið er metnaðarfullt og krefjandi sem samasvarar mínum metnaði sem þjálfara. Ég er stoltur af því að ganga til liðs við jafn frábært félag og er spenntur fyrir komandi tímum í UMFA fjölskyldunni“ sagði Þór Guðmundsson.

 

Við bjóðum Þór velkominn til starfa og erum sannfærð um að koma hans til félagsins muni efla okkar kvennastarf til muna.