Eva Dís til æfinga með A-landsliðshópnum

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landliðsins í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá liðinu,
Næsta verkefni hjá stelpunum er 19. – 21. mars nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu.

Afturelding á einn fulltrúa að þessu sinni. Markvörðurinn Eva Dís Sigurðardóttir hefur verið valin í æfingahóp A – landliðsins.

Frábær árangur hjá Evu sem er uppalin í Aftureldingu.
Við óskum Evu góðs gengins á komandi æfingum.

Mynd: Raggi Óla