Þétt spilað hjá blakliðunum okkar

Blakdeild Aftureldingar Blak

Mikið leikjaálag er hjá blakliðunum okkar eins og gefur að skilja.  Á miðvikudaginn þann 10.febrúar tekur karlaliðið okkar á móti liði HK í Mizunodeildinni.  Daginn eftir, fimmtudaginn  11. febrúar sækir kvennaliðið okkar í Mizunodeildinni HK heim í Fagralund og á föstudaginn taka ungu stelpurnar okkar í 1.deild kvenna, Afturelding -B á móti HK -B að Varmá.  Á sunnudaginn þann 14.febrúar á karlaliðið okkar annan leikinn í vikunni þegar þeir sækja Fylki heim í Mizunodeild karla.

Á föstudaginn í síðustu viku spiluðu stelpurnar okkar í 1.deildinni við Álftanes B og á laugardaginn fór kvennaliðið austur í Neskaupstað og spiluðu við Þrótt Nes. Báðir þessir leikir unnust.  Afturelding B spilaði svo aftur á sunnudaginn við lið Fylkis í 1.deild og tapaði þeim leik.

Allir leikir í Mizunnodeildum karla og kvenna eru sýndir á streymisrás Blaksambands Íslands  hér

Heimaleikir Aftureldingar -B í 1.deild kvenna eru sýndir á facebook síðu hópsins sem heitir: Afturelding-B heimaleikir