Reykjavíkurmeistari – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 30. janúar – 7. febrúar 2021. Þetta er í fjórtánda sinn sem leikarnir voru haldnir og níunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn að þessu sinni í Fylkishöllinni sunnudaginn 31. janúar 2020. Keppendur voru 59 talsins frá 10 félögum. Að þessu sinni gat enginn erlendur keppandi tekið þátt vegna sóttvarnarráðstafana.

Þrátt fyrir að hlé hafi verið á æfingum og mótahaldi í marga mánuði er greinilegt að iðkendur hafa lagt hart að sér og mátti sjá virkilega góða og harða keppni.

Karatedeild Aftureldingar var aðeins með þrjá keppendur skráða að þessu sinni, en þeir komust allir á pall og má það teljast afar góður árangur. Einnig voru tveir dómarar frá deildinni, þær Anna Olsen og Elín Björg Arnarsdóttir

Reykjavíkurmeistari

Bestum árangri náði Dóra Þórarinsdóttir en hún varð Reykjavíkurmeistari í kata 13 ára stúlkna. Landsliðsmaðurinn Þórður Jökull Henrysson varð í öðru sæti í kata senior, en hann laut í lægra haldi fyrir félaga sínum í landsliðinu, Tómasi úr Breiðablik. Hugi Tór Haraldsson lenti í þriðja sæti í kumite junior +68 kg. Úrslit mótsins má sjá hér.

Dóra RIG21

Dóra að keppa í úrslitum

 

Þórður RIG21

Þórður með silfur

 

Hugi RIG21

Hugi Tór með brons