Beltapróf

Taekwondo Taekwondo

Laugardaginn 30. janúar fór fram beltapróf hjá taekwondodeild Aftureldingar. Vegna sóttvarnareglna þá gátu foreldrar ekki verið á staðnum til að fylgjast með börnum sínum. Þá var gott að geta fengið búnað og sent beint út frá beltaprófinu í gegnum youtube rás Aftureldingar TV.
Það voru 30 iðkendur sem tóku prófið að þessu sinni, þeim var skipt í þrjá hópa og gekk þeim öllum vel. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum.