Blakið komið á fullt

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Keppni er komin á fullt hjá Blaksambandi Íslands og hefur Afturelding þegar spilað 2 leiki í mfl kvk og 2 leiki í mfl kk. Báðir kvennaleikirnir hafa unnist 3-0 og báðir karlaleikirnir hafa tapast. 3-0 og 3-1.  Því miður þá hefur karlaliðið verið frekar fámennt og þurfti að útvega menn í liðið á 11 stundu fyrir fyrsta leik liðsins  á nýju ári þar sem óvænt veikindi settu strik í reikninginn.  Á miðvikudaginn 27. janúar munu strákarnir taka á móti liðið Álftaness og á föstudaginn 29.janúar taka stelpurnar okkar á móti KA frá Akureyri. Áhorfendabann er en  fylgjast má með öllum leikjum í efstu deild í blaki á vefsíðu BLI sem finna má hér