Landsliðsmennirnir Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson skrifuðu undir samning við Blakdeild Aftureldingar í dag. Atli Fannar er alin upp í Mekka blaksins, Neskaupstað hjá Þrótti Nes og hefur síðustu 2 árin spilað með Fylki í úrvalsdeild karla. Hafsteinn Már er frá Ísafirði og hefur verið burðarstólpi í frábæru liði Vestra undanfarin ár. Báðir eru þeir á landsliðsæfingum með A landsliði Íslands sem æfa stíft fyrir undankeppi EM í ágúst . Ljóst er að þessi viðbót er mikill styrkur fyrir karlalið Aftureldingar og er blakdeildin himinlifandi að fá þessa flottu leikmenn í sinn hóp. Velkomnir í Aftureldingu Atli og Hafsteinn.