Skólablak er verkefni á vegum CEV, (Blaksamband Evrópu) UMFÍ, ÍSÍ og BLÍ þar sem skólakrökkum um allt land í 4.-6. bekk er boðið að koma og keppa í einfaldri og skemmtilegri útgáfu af blaki með skólafélögum.
Fyrsti SKÓLABLAKSDAGURINN verður í Fellinu að Varmá á þriðjudaginn, þann 29.september þegar krakkar úr grunnskólum Mosfellsbæjar koma saman og spila og keppa í SKÓLABLAKI.
Reglurnar eru mjög einfaldar :
2 saman í liði.
Grípa bolta 1, spila bolta 2 yfir eða á meðspilara sem setur boltann yfir netið. Hámark 3 snertingar.
Íþróttakennarar aðstoða við mótið og krakkarnir telja stigin sjálf og spila á meðan tónlistin dunar.Þegar tónlistin stoppar þá er skipt um völl og spilað við næsta lið.
Markmið verkefnisins eru nokkur:
- Að kynna íþróttina fyrir fleiri iðkendum.
- Að kenna íþróttakennurum hvernig má koma blaki inn í íþróttatíma á einfaldan og skemmtilegan hátt.
- Að búa til tengingu milli félagsliða og krakka í bæjarfélaginu.
Í þessu tilefni býður Blakdeild Aftureldingar öllum börnum í 4-6 bekk að koma og æfa frítt til 15.október og vonumst við til að sem flestir krakkar nýti sér það.
Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir í Fellið á þriðjudaginn til að fylgjast með þessari skemmtun.
4.bekkur: kl 9:00-10:30
5.bekkur: kl 10:45-12:15
6.bekkur kl : 12:30-14:00