Íslandsmót neðri deilda í blaki var haldið vítt og breitt um landið um liðna helgi. Spilað var í deildum 2-6 hjá konum og í deildum 2 og 3 hjá körlum. Afturelding er með lið í 2.deild kvk, 3 lið í 4.deild kvk og unglingalið í 5.deild kvk. Einnig erum við með unglingalið í 2.deild karla og karlalið í 3.deild karla.
Samtals eru því 7 lið frá félaginu að keppa í Íslandsmóti neðri deilda hjá Blaksambandi Íslands. Auk þess á félagið unglingalið í 1.deildum karla og kvenna og að sjálfsögðu í UNBROKEN deildum karla og kvenna.
2. deild karla spilaði á Álftanesi þar sem Afturelding Ungir spiluðu en þeir unnu sig upp úr 3.deild karla á síðasta keppnistímabili
2.deild kvenna spilaði á Húsavík þar sem Afturelding Jr spiluðu og sitja í efsta sæti eftir fyrstu umferðina.
3.deild karla var spiluð á Dalvík þar sem Afturelding-Steve Öxl spiluðu.
4.deild kvenna var spiluð á Ísafirði þar sem 3 af okkar liðum spiluðu. Afturelding DNA, Afturelding GDRN og AFturelding Kaleo. (sjá forsíðumynd fréttarinnar)
5.deild kvk spilaði í Neskaupstað og þar voru það Afturelding Ungar sem voru okkar fulltrúar og sem stóðu sig frábærlega þar sem margar voru á sínu fyrsta móti fullorðinna enda bara 13 ára gamlar og með góðri aðstoð aðeins reyndari stúlkna.
Þessi helgi var sú fyrsta af þremum en næsta helgarmót fer fram að Varmá í Mosfellsbæ helgina 12.-14.janúar 2024.