Taekwondodeild Aftureldingar bikarmeistarar

TaekwondoTaekwondo

Um helgina stóð taekwondodeild Aftureldingar uppi sem Bikarmeistarar Taekwondosambands Íslands. Bikarmótaröð TKÍ samanstendur af þremur mótum yfir veturinn. Það lið sem hlýtur flest samanlögð stig úr þessum þremur keppnum vinnur bikarmeistaratitilinn. Afturelding vann með 370 stig, í öðru sæti var Keflavík með 266 stig og í þriðja sæti ÍR með 214 stig. Þetta er annað árið í röð sem Afturelding vinnur þennan titil. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Þjálfarar deildarinar með bikarinn