A landslið Íslands eru í stóru verkefni þessa dagana og eru að ljúka keppni í Silver league keppni innan Evrópsa blaksambandsins. Afturelding er með 9 fulltrúa í þessu stóra verkefni auk þess að þjálfari karlaliðsins er Borja Gonzalez Vicente sem hefur verið þjálfari Aftureldingar undanfarin ár og liðsstjóri kvennaliðsins er Einar Friðgeir Björnsson sem er í stjórn meistaraflokkráðs blakdeildarinnar. Sjúkraþjálfari karlaliðsins kemur einnig úr röðum Aftureldingar en Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir hefur spilað í 4.deild kvenna í vetur ásamt því að vera með karlaliðinu okkar.
Bæði liðin spiluðu hér heima um miðjan maí en karlaliðið hélt síðan til Færeyjar og Makedóníu og kvennaliðið spilaði í Portúgal og Georgíu.
Fulltrúar A landsliðs kvenna eru: Rut Ragnarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir
Fulltrúar Aftureldigar í A landsliði Íslands eru:
Atli Fannar Pétursson, Hafsteinn Már Sigurðsson, Hilmir Berg Halldórsson, Kristinn B G Hannesson og Sebastian S Meyjer.