U19 landslið kvenna á NEVZA í Finnlandi

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Kvennalið Íslands í U19 hélt til Finnlands á fimmtudagsmorguninn til að keppa á NEVZA mótinu í blaki. Afturelding á 3 fulltrúa í liðinu auk þjálfarans og fararstjóra liðsins. Leikmenn liðsins eru: Lejla Sara Hadziredezepovic, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir en þær tóku allar einnig þátt í verkefnum A landsliðsins s.l. sumar. Þjálfari liðsins er þjálfari mfl kk og kvk hjá Blakdeild Aftureldingar; Borja Gonzales Vincente og fararsjóri liðsins er Einar F Björnsson.