Tveir fulltrúar í U 18 ára landsliðshóp karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Heimir Ríkharðsson þjálfari U 18 ára karla landsliðs íslands hefur varið 30 manna hóp til æfingar 5 – 7 janúar næstkomandi. Okkar fulltrúar eru þeir Kristófer Karl Karlsson og Ágúst Atli Björgvinsson. Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Eigum tvo fulltrúa í U 18 ára landsliðshóp íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

U18 ára landsliðshópur valinn Valin var 22 manna hópur sem mun æfa saman 5 – 7 janúar. Við erum stolt að segja frá því að við eigum tvær stelpur í þeim hópi. Það eru þær Þóra María Sigurjónsdóttir miðjumaður og Brynja Rögn Ragnarsdóttir línumaður. Við óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis í janúar.

Taekwondo kona Íslands 2017

TaekwondoAfturelding, Taekwondo

Taekwondo samband Íslands hefur valið íþróttafólk ársins 2017.Taekwondo-kona Íslands er Aftureldingarkonan María Guðrún!  María Guðrún hefur náð einstaklega góðum árangri í taekwondo síðan hún hóf að æfa fyrir 7 árum síðan. Hún er margfaldur meistari í taekwondo og vann það einstaka afrek nú í vor, líklega á heimsvísu, að vera valin í A landslið Íslands í taekwondo ásamt dóttur sinni, …

Vinningsnúmer í Jólahappdrætti 2017

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Dregið hefur verið í Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna 2017 Hægt er að vitja vinningana 3.janúar – 31.mars 2018 á skrifstofu félagsins 2 hæð að Varmá. Óskum vinningshöfum innilega til hamingju með vinninginn. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn Gleðilega hátíð

Thelma Dögg blakkona ársins

Blakdeild AftureldingarBlak

Stjórn Blaksamband Íslands hefur valið Thelmu Dögg Grétarsdóttur sem blakkonu ársins 2017. Thelma Dögg leikur með VBC Galina í Liechtenstein en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Sviss. Hún er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ og varð bikarmeistari með liðinu í Kjörísbikarnum í vor, endaði í 2. sæti Mizunodeildarinnar og í Íslandsmótinu eftir harða rimmu við HK. Thelma Dögg var burðarás í …

Fimleikar – 4 iðkendur í úrvalshóp landsliða

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar og erum við hjá Fimleikadeild Aftureldingar óendanlega stolt af af því að eiga 4 iðkendur á þessum lista: Emma Sól Jónsdóttir María Líf Magnúsdóttir Mia Viktorsdóttir Eyþór Örn Þorsteinsson Þess má geta að þessir krakkar eru einnig öll þjálfarar …

Jólahappdrættið komið í sölu

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Hið árlega Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna er komið í sölu. Hægt er að nálgast miða hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna en einnig eru okkar flottu iðkendur í fjórða og fimmta flokk karla og kvenna að labba í götur mosfellsbæjar á næstu dögum. Dregið verður 23.desember 2017. Vinningar. 1. 50.000 kr gjafabréf frá Vita ferðum 2. Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði …

Aftureldingarnáttföt

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Blak

Nú eru til sölu Aftureldingarnáttföt – frábær í jólapakkann. Náttfötin er hægt að fá í stærðum 2-8 ára. Panta þarf í síðasta lagi föstudaginn 15 desember.  Pantanir fara fram í gegnum aftureldingarbudin@gmail.com