Á föstudagskvöld léku Afturelding og Þróttur Reykjavík í Mizunodeild kvenna. Aftureldingarkonur mættu mjög ákveðnar til leiks og náðu fljótlega góðri forystu í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-8. Í annarri hrinu voru Þróttarar ákveðnari og komust i 3-0 og jafnt var á með liðunum uppað 10 stigum en þá fór Afturelding í gang og vann hrinuna örugglega 25-14. Í þriðju …
Keiluhöllin nýr bakhjarl Meistaraflokks karla í knattspyrnu
Á dögunum var undirritaður bakhjarlssamningur við Keiluhöllina í Egilshöll. Samningurinn er til tveggja ára. „Það er mér sannur heiður að styðja við bakið á Aftureldingu og því góða starfi sem þar fer fram. Við sem stöndum að Keiluhöllinni og Shake & Pizza höfum viljað styðja við bakið á íþróttafélögum í okkar næsta nágrenni. Við erum í næsta nágrenni við Mosfellsbæ …
Aðalfundur Aftureldingar 30. mars
Aðalfundur UMF Aftureldingar fer fram fimmtudaginn 30. mars næstkomandi í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:00.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf Við hvetjum alla félaga í Aftureldingu og Mosfellinga til að koma á fundinn. Aðalstjórn Aftureldingar
Börn að leik í snjóruðningum
Borið hefur á því að börn séu að búa sér til snjóhús inni í ruðningum/sköflum sem hafa myndast við götur og gatnamót. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu. Við viljum jafnframt biðja akandi vegfarendur að hafa gætur …
Kæru stuðningsmenn í Mosó
Takk fyrir frábæran stuðning i leikjunum i final4 Coca Cola bikarnum um helgina. Stemningin og stuðningurinn i stúkunni var stórkostlegur og það er staðfest að Afturelding á bestu stuðningsmenn landsins! Framundan er spennandi lokasprettur á Íslandsmótinu og svo úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn. Við ætlum okkur, með frábærum stuðningi ykkar allra að leggja allt i sölurnar til þess ná í þessa titla. …
Unglingamót í karate fellt niður 26.02. vegna ófærðar
Íslandsmeistaramót unglinga í kata sem fara átti fram í Austurbergi kl. 09.00 hefur verið fellt niður vegna ófærðar. Barnamótið fer fram á áður auglýstum tíma kl. 14.00. Keppendur eiga að vera mætti í síðasta lagi kl. 13.30.
HK – Afturelding kvenna í Fagralundi
Kvennalið Aftureldingar mætir HK í Fagralundi, föstudaginn 24. febrúar kl. 19:30
Erna Sóley setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi
Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu setti nýtt met í flokki 16-17 ára flokki stúlkna á dögunum þegar hún varpaði (4 kg) kúlu 13,69 m. Hún sigraði þá grein einnig á Íslandsmóti fullorðina. Fyrra metið í greininni átti Helga Margrét Þorsteinsdóttir 13,45 m sett árið 2008. Með þessum árangri hefur hún tryggt sér rétt til að keppa sem fulltrúi Íslands í kúluvarpi …
Kvennalið Aftureldingar í blaki hlýtur UMFÍ-bikarinn
Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í gær í Kórnum í Kópavogi en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið. Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan félagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins …
Amanda Mist og Sigrún Gunndís í Aftureldingu/Fram
Sameiginlegt lið Aftureldingar/Fram hefur samið við þær Amöndu Mist Pálsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili. Amanda Mist er fædd árið 1995 og kemur til félagsins frá Völsungi þar sem hún hefur leikið síðastliðin tvö tímabil, þar áður spilaði Amanda með Þór/KA. Þá hefur Amanda skorað 10 mörk í 24 leikjum fyrir fyrrgreind félög. …










