UMF Afturelding auglýsir eftir íþróttafulltrúa

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding auglýsir starf íþróttafulltrúa laust til umsóknar. Við erum að leita að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingi með góða samskiptahæfni til að bætast í hóp okkar á skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:
– Gerð æfingatöflu félagsins
– Ráðning þjálfara í samráði við deildir félagsins
– Ritstjórn heimasíðu félagsins
– Samskipti við deildir félagsins
– Samskipti við foreldra og iðkendur
– Samskipti við sérsambönd
– Samskipti við skólayfirvöld í Mosfellsbæ
– Umsjón með æfingagjöldum
– Umsjón með þróun iðkendafjölda

Hæfniskröfur:
– Háskólagráða sem nýtist í starfi
– Frumkvæði og sjálfstæði
– Góð tölvufærni
– Þekking á starfi íþróttafélaga
– Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2017. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á umfa@afturelding.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, í síma 616-0098.