Útileikur í kvöld kl 19:30 Valur – Afturelding í Vodafonehöllinni
Fjölmennum.
Afturelding áfram í 2.deild
Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu tryggði sér áframhaldandi veru í 2.deild þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Ægi á laugardag.
Öruggur sigur á Stjörnunni
Öruggur sigur á Stjörnunni.
Mikil spenna var í N1 höllinni að Varmá fyrir fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í gærkvöldi. Þar sem við tókum á móti Sjörnunni. Strákarnir okkar voru með yfirhöndina allan leikinn og og unnu góðan sigur 29 – 22 ( 14 – 10)
Mörk Aftureldingar: Örn Ingi Bjarkason 6 , Jóhann Gunnar Einarsson 6,Pétur Júníusson 4, Jóhann Jóhannsson 3, Gunnar Malmquist Þórsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Kristinn Elísberg Bjarkason 2, Ágúst Birgisson 2,
Varin skot Davíð Svansson 20/1.
Olísdeild karla í kvöld kl 19:30 Afturelding – Stjarnan
Fyrsti heimaleikurinn
Afturelding – Stjarnan.
Fimmtudaginn 18.sept kl 19:30.
Mætum og hvetjum stákana okkar til sigurs.
Áfram Afturelding.
Minnum á heimaleikjakort fjölskyldunnar sem hægt er að kaupa inn á vefnum Afturelding.felog.is.
Fullorðins fimleikar
Loksins getum við boðið upp á fullorðins fimleika hjá Fimleikadeild Aftureldingar. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 20:00-21:30 og mun Þröstur Hrafnsson sjá um þjálfunina, en hann er með mikla þjálfara- og fimleikareynslu. Áætlað er að æfingar hefjist í næstu viku ef nægur fjöldi þáttakanda næst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra https://afturelding.felog.is/. Bæði er hægt …
Vetrartímarnir tilbúnir
Æfingatafla knattspyrnudeildar er nú tilbúin og hefur verið birt á heimasvæði deildarinnar með fyrirvara um mögulegar breytingar.
Góður árangur í sundi
Núna um helgina fara fram æfingabúðir unglingahóps SSÍ í Hveragerði. Æfingabúðirnar eru ætlaðar sundmönnum fæddum 1999-2001 sem náð hafa góðum árangri í greininni og uppfyllt skilyrði Alþjóða sundsambandsins FINA um stigafjölda í keppni. Frá Aftureldingu fer einn iðkandi í búðirnar en það er Bjartur Þórhallsson. Sunddeildin óskar honum góðs gengis um helgina.
Afturelding – haustmótsmeistarar
Blakvertíðin er að rúlla af stað þessa dagana. Haustmót BLÍ fór fram í Fylkishöllinni í Árbæ í dag. Kvennalið Aftureldingar stóð uppi sem haustmótsmeistarar 2014. Karlaliðið tók einnig þátt en endaði í síðasta sæti.
Sara Lind Stefánsdóttir valin í U 17 ára landslið kvenna.
Okkar unga og efnilega Sara Lind Stefánsdóttir hefur verið valin í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna. Um er að ræða æfingahóp fyrir æfingaferð til Hollands í byrjun Október.
Æfingar fara fram dagana 20. og 21. September
Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Söru Lind innilega til hamingju sem og góðs gengis.