Linkur á úrslitaleik

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Þróttur Nes mætast í fjórða leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á Norðfirði á morgun þriðjudag kl 19:30. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Aftureldingu en vinna þarf 3 leiki til að hampa titlinum.

Deildarmeistarar 2014

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla urðu í kvöld Deildarmeistarar 1.deildar eftir sigur á Selfoss 25 – 23.  Þeir fara því beint upp í Olísdeildina næsta tímabil, eftir 1 árs fjarveru. Við óskum þeim innilega til hamingju. Áfram Afturelding.

Afturelding tók forystuna í Íslandsmóti kvenna í blaki.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Þriðji leikurinn á milli Aftureldingar og Þróttar Neskaupsstað í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki var leikinn í kvöld að Varmá en fyrir þann leik höfðu bæði liðin unnið sitthvorn leikinn.

Þriðji leikur í úrslitum mánudag kl 19:30

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tekur á móti Þrótti Nes í þriðja leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram að Varmá kl 19:30 mánudaginn 14.apríl.
Staðan í einvíginu er 1-1 og þarf að vinna 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Fjölmennum á pallana og hvetjum stelpurnar áfram.

Frítt inn á leikinn en blakdeildin verður með happdrættismiða til sölu til styrktar starfseminni. Miðinn seldur á 1000 krónur.

Fimm strákar í U20 ára landsliðinu léku í Makedóníu

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það voru fimm strákar frá okkur valdir í lokahóp U 20 ára landsliðs Íslands á dögunum en hópurinn telur 16 stráka. Þetta eru þeir Böðvar Páll Ásgeirsson vinstri skytta, Birkir Benediktsson hægri skytta, Elvar Ásgeirsson miðja, Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornamaður og Kristinn Hrannar Bjarkason vinstri hornamaður. Þeir héldu til Skopje í Madedóníu til að keppa í forkeppni EM 4 …

Afturelding jafnaði metin í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Kvennalið Aftureldingar í blaki gerði góða ferð austur í Neskaupstað í kvöld og sigraði þar lið Þróttar, 3:1, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.