Flottur árangur í taekwondo í Skotlandi

Taekwondo Taekwondo

Síðustu helgi tóku tveir keppendur frá Aftureldingu, Arnar Bragason og María Bragadóttir, þátt í Opna skoska meistaramótinu í taekwondo.  Alls kepptu 22 fyrir Íslands hönd um helgina en um 400 keppendur voru á mótinu frá löndum víðsvegar um Evrópu.
 
Arnar Bragson vann örugglega sinn flokk með því að sigra í spennandi viðureign sterkan aðila sem í fyrra hlaut gull á World Master Games í Torino.
María Bragadóttir hlaut tvö gull í bardaga og brons í tækni.  Hún var jafnframt valin kvenkeppandi mótsins.
 
Alls vann íslenski hópurinn 21 gull, 12 silfur og 10 brons á mótinu og var það besti árangur allra liða á mótinu en Ísland var einnig annað besta liðið í tækni.
 Meira um árangurinn á RÚV