Kvennalið Aftureldingar er komið í undanúrslit í bikarnum og mætir Þrótti Nes kl 14 á laugardag. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar í Laugardalshöllinni.
Aðalfundur handknattleiksdeildar verður 20.mars.
Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldin 20.mars 2014 kl 20:00 í Vallarhúsinu. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál F.h handknattleiksdeildar Inga Lilja Lárusdóttir Formaður
Nýr verkefnastjóri
Ester Sveinbjarnardóttir er nýráðin starfsmaður skrifstofu Aftureldingar. Ester er með verslunarpróf frá MÍ, Iðnrekstrarfræðingur frá TÍ, BS í viðskiptafræði frá HR og alþjóðamarkaðsfræðum frá THÍ. Ester hefur einnig verið í meistaranámi í skattarétti frá lögfræðideild Háskólanum á Bifröst. Ester hefur mikla reynslu í bókfærslu, launakeyrslum, uppgjöri og fjárhagsáætlanagerð. Ester er ráðin í stað Konráðs Olavssonar sem verið hefur verkefndastjóri hjá …
Bikarhelgi – miðasala
Bikarhelgi í Laugardalshöll – Undanúrslit á laugardag þar sem kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti Nes kl 14.
Úrslit spiluð á sunnudag kl 13 konur og 15 karlar í beinni á RÚV.
Kristín verður áfram hjá Aftureldingu
Kristín Tryggvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.
Aðalfundur karatedeildar, þriðjudaginn 11. mars
Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjuudaginn 11. mars klukkan 18:00-18:45 í gámnum við íþróttahúsið, Varmá.
Dagskrá fundarins:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði.
4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar, sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
6. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
7. Kosningar:
a) Kosinn formaður.
b) Kosinn helmingur meðstjórnenda til tveggja ára í senn.
8. Önnur mál.
9. fundarslit.
Allir velkomnir!
Naumt tap gegn Íslandsmeisturunum
Afturelding mætti KR í þriðju umferð Lengjubikarsins á laugardag í Egilshöllinni og beið naumlega ósigur, 1-2.
Afturelding á toppnum þegar 2 leikir eru eftir.
Afturelding hafði betur gegn HK í spennandi leik í efstu deild kvenna í blaki í kvöld en liðin mættust í Fagralundi í Kópavogi og lauk leiknum með 3-2 sigri gestanna úr Mosfellsbæ.
Aldís búin að semja
Aldís Mjöll Helgadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.
Afturelding – Stjarnan
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti stjörnunni föstudaginn 7.mars kl 19:00.Afturelding eru ósigraðir á toppi 1.deildarinnar með 28 stig en Stjarnan fylgir fast á eftir með 26 stig þegar bæði lið eiga aðeins eftir að spila 6 leiki á þessu tímabili. Nú verðum við að fylla N1 höllina og hvetja strákana okkar áfram. Áfram Afturelding.