Unnar Karl Jónsson valin í U – 16 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Þeir Kristján Arason og Konráð Olavsson hafa valið 28 manna úrtakshóp U – 16 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna helgina 1 – 3 nóvember og var fyrsta æfingin hjá okkur í N1 Höllinni að Varmá í gær. Við óskum Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Afturelding vann KA 3-0 í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og KA mættust í kvöld í Mikasadeild kvenna að Varmá. Afturelding vann leikinn nokkuð auðveldlega 3-0. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-8, hrinu tvö 25-16 og hrinu þrjú 25-14.

Afturelding – KA í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tekur á móti KA í mikasadeild kvenna að Varmá í kvöld kl 19. Fjölmennum á pallana og hvetjum stelpurnar okkar.
Leikurinn verður einnig sýndur beint á sporttv.is

Þorrablót Aftureldingar – takið daginn frá!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Minnum á hið sívinsæla þorrablót Aftureldingar sem verður laugardaginn 25. janúar 2014 í íþróttahúsinu að Varmá. Takið daginn strax frá og finnið ykkur borðfélaga sem fyrst. Kveðja Þorrablótsnefndin

Þróttur Nes hafði einnig betur í dag.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Lið Aftureldingar og Þróttar Nes áttust við öðru sinni á jafn mörgum dögum í Mikasadeild karla í blaki í Íþróttahúsinu að Varmá í dag.
Þróttarar unnu örugglega fyrstu tvær hrinurnar 25-19 og 25-18. Þriðju hrinu byrjaði Afturelding af krafti og náði að halda forystu út hrinuna, unnu 25-13. Í þessari hrinu meiddist Martin M. Marinov, leikmaður Þróttar og gat hann lítt beitt sér það sem eftir var leiks en varð að leika með vegna manneklu í liði Þróttara. Auk þess hafði Geir Sigurpáll Hlöðversson, liðsfélagi hans, fingurbrotnað í leiknum kvöldið áður og gat ekki verið með í dag. En Þróttarar bitu í skjaldarrendur og unnu fjórðu hrinu 25-22 og þar með leikinn 3-1.