Dregið í undanúrslitum í bikarkeppninni

Blakdeild AftureldingarBlak

Mánudaginn 3.feb var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ.
Lið Aftureldingar og Þróttar Nes í kvennaflokki mætast í öðrum leiknum og lið Þróttar Reykjavíkur og HK í hinum undanúrslitaleiknum.
Undanúrslitin fara fram laugardaginn 15.mars í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir daginn eftir.

Fyrstu stigin í hús hjá meistaraflokki kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Olís deild kvenna. Fyrstu tvö stigin í hús hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna er þær lögðu Selfoss í æsispennandi leik í N1 Höllinni að Varmá í dag.Fyrri hálfleikur var jafn og var staðan í hálfleik 14 – 15.  Í seinni hálfleik átti Brynja Þorsteinsdóttir markmaður stórleik en hún er að stíga upp úr meiðslum. Hún varði vel á fyrstu …

Lára Kristín í Stjörnuna

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Miðvallarleikmaðurinn Lára Kristín Pedersen hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu og mun leika með þeim í Pepsideildinni í sumar.