ATHUGIÐ breyttur leiktími. hefst 15:45
Opinn íbúafundur um fjölnota íþróttahús
Knattspyrnudeild Aftureldingar stendur fyrir íbúafundi um byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ, í sal Lágafellsskóla á þriðjudaginn kl 20:00
Brynja Dögg gengur til liðs við Aftureldingu
Meistaraflokkur kvenna er í óðaönn að styrkja lið sitt fyrir átök sumarsins og hefur fengið Brynju Dögg Sigurpálsdóttur til liðs við sig frá Þór/KA
Dregið í undanúrslitum í bikarkeppninni
Mánudaginn 3.feb var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ.
Lið Aftureldingar og Þróttar Nes í kvennaflokki mætast í öðrum leiknum og lið Þróttar Reykjavíkur og HK í hinum undanúrslitaleiknum.
Undanúrslitin fara fram laugardaginn 15.mars í Laugardalshöllinni og úrslitaleikirnir daginn eftir.
Leikjaskipulag í 2.deild karla klárt
KSÍ hefur birt leikjaniðurröðun í 2.deild karla en mótið hefst með heilli umferð laugardaginn 10.maí.
Leikjaskipulag í Pepsideildinni klárt
KSÍ hefur birt leikjaniðurröðun í Pepsideild kvenna en mótið hefst með heilli umferð þriðjudaginn 13.maí.
Dregur til tíðinda í Fótbolta.net mótinu
Afturelding leikur um 7. sætið í Fótbolta.net mótinu eftir ósigur á föstudagskvöld gegn Selfossi í síðasta leik riðlakeppninnar.
Fyrstu stigin í hús hjá meistaraflokki kvenna.
Olís deild kvenna. Fyrstu tvö stigin í hús hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna er þær lögðu Selfoss í æsispennandi leik í N1 Höllinni að Varmá í dag.Fyrri hálfleikur var jafn og var staðan í hálfleik 14 – 15. Í seinni hálfleik átti Brynja Þorsteinsdóttir markmaður stórleik en hún er að stíga upp úr meiðslum. Hún varði vel á fyrstu …
Afturelding leikur í A-deild Lengjubikarsins
Tindastóll og Afturelding hafa deildaskipti í Lengjubikar karla og tekur Afturelding því sæti í A-deildinni
Lára Kristín í Stjörnuna
Miðvallarleikmaðurinn Lára Kristín Pedersen hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu og mun leika með þeim í Pepsideildinni í sumar.