Fræðslufundur fyrir foreldra!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Fundur þessi er ætlaður foreldrum iðkenda, starfsfólki, stjórnarfólki og þjálfurum Aftureldingar. Þarna verður verkefnið „Framtíðin“ sem Dr. Viðar Halldórsson félagfræðingur hefur leitt í vetur með þjálfurum allra deilda félagsins kynnt. Verkefnið fjallar í stuttu máli um aukin félagslegan þátt í þjálfun og mismunandi áherslur í þjálfun eftir aldri iðkenda.
Unnið verður framvegis í félaginu út frá lykilmarkmiðum verkefnisins sem eru: Líkamleg færni – Andleg færni – Félagsleg færni.
Fjölmennum! – Allir velkomnir!
Stjórn Aftureldingar.