Viðurkenningar veittar á aðalfundinum.

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á aðalfundi Aftureldingar voru veittar heiðursviðurkenningar félagsins til aðila sem skarað hafa fram úr í starfi sínu fyrir félagið með sjálfboðaliðsvinnu og dugnaði. Að þessu sinni fengu bronsmerki félagsins þau Björgvin Björgvinsson handknattleiksdeild, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, handknattleiksdeild, Gunnar Kristleifsson, handknattleiksdeild, Helena Sveinbjarnardóttir handknattleiksdeild, Kolbrún Ósk Svansdóttir handknattleiksdeild, Ólafur Hjörtur Magnússon karatedeild, Hilmar Gunnarsson ritstjóri og Guðbjörg Fanndal Torfadóttir knattspyrnudeild. Silfurmerki félagsins fengu þau Ingi Már Gunnarsson handknattleiksdeild, Svava Ýr Baldvinsdóttir handknattleiksdeild, Ólafur Thoroddsen badmintondeild, Ólafur Ingi Óskarsson frjálsíþróttadeild og Gylfi Gíslason fráfarandi stjórnarmaður í aðalstjórn félagsins. Myndin sýnir þá sem veittu viðurkenningunni móttöku við þetta tækifæri ásamt Guðjóni Helgasyni formanni og Vilborgu Jónsdóttur starfsmanni félagsins.