Stórskyttan okkar Birkir Benediktsson er í Svíþjóð um helgina að keppa með U 18 ára landsliði karla en þeir spiluðu sinn fyrsta leik í gær í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Liðið mætti sterku liði heimamanna og töpuðu leiknum 21-31 fyrir Svíþjóð. Í dag fór fram annar leikur Íslands,strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti …
Komdu í handbolta !
Handboltaátak Aftureldingar og HSÍ
Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.
Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0
Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.
Afturelding lagði Stjörnuna 3-0 í Mikasadeild kvenna í kvöld að Varmá.
Afturelding og Stjarnan áttust við í Mikasadeild kvenna í kvöld í Mosfellsbænum. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og endaði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.
Uppfærð tímatafla vorannar 2014
Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á tímatöflunni og hér getið þið náð nýjustu útgáfuna af henni: Fimleikar tímatafla vorönn 2014 (PDF)
Afturelding semur við sterkan markvörð
Afturelding hefur fengið verulegan liðstyrk fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni í knattspyrnu en markvörðurinn Mist Elíasdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið
Tímatafla vorannar 2014
Nýja æfingataflan fyrir vorönn 2014 er tilbúin og hægt er að ná í PDF eintak af henni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan: Tímatafla vorannar 2014 (PDF)
Þorrablót Aftureldingar 25.janúar
Miðasala er hafin á slóðinni http://midar.smartwebber.is/
Íþróttaskóli barnanna laugardögum.
Hefst laugardaginn 11. jan. n.k.
Landsliðsæfingar hjá KSÍ í upphafi árs
Átta fulltrúar Aftureldingar taka þátt í landsliðsæfingum nú í upphafi árs.