Fjölmenni var á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi og fór samkoman vel fram. Þorrablótið er alltaf að eflast ár frá ári og er nú ein fjölmennasta samkoma bæjarins ár hvert.
Telma Rut valin íþróttakona Mosfellsbæjar
Telma Rut Frímannsdóttir var valin Íþróttakona Mosfellsbæjar s.l. fimmtudagskvöld. Telma Rut er afrekskona í karate, hefur æft iþróttina frá unga aldri, er margfaldur Íslandsmeistari en hún keppir einnig og æfir með landsliðinu í karate og hefur náð frábærum árangri á mótum erlendis. Telma Rut er einnig Íþróttakona Aftureldingar 2012-2013 og Íþróttakona Karatesambands Íslands 2013.
Með Telmu Rut á myndinni er Valdís Ósk Árnadóttir en hún hlaut viðurkenningu sem efnilegasta stúlkan í karate á aldrinum 12-16 ára. Kári Haraldsson hlaut einnig viðurkenningu sem efnilegasti pilturinn í karate á aldrinum 12-16 ára. Þá fékk hann einnig viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í karate 2013. Þórarinn Jónson fékk einnig viðurkenningu fyrir að lenda í 1. sæti í heildarúrslitum Bushidomótanna 2012-2013.
Frábær árangur hjá karatekrökkum Aftureldingar!!
Breyttar æfingatöflur frá 13. janúar 2014
Lítilsháttar breytingar urðu á æfingatöflum í sölum hjá handboltadeild, badmintondeild, fimleikadeild og karatedeild um áramót. Sjá tímatöflur hér fyrir neðan sem tóku gildi frá og með 13. janúar.
Axel Óskar og Elvar Ingi á reynslu til Reading
Axel Óskar Andrésson og Elvar Ingi Vignisson munu í byrjun febrúar halda til Englands á reynslu hjá Reading í viku og munu æfa og spila æfingaleik með liðinu.
Bæði lið töpuðu fyrir HK í kvöld
HK stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar í Mikasa deild kvenna í blaki í Fagralundi í kvöld og varð fyrst til að vinna Mosfellingana í vetur. Lokatölur urðu 3:0.
Vor í lofti ?
Nú þegar styttist í þorra er gaman að segja frá fyrsta vorboðanum í knattspyrnudeild en meistaraflokkur karla hefur hafið leik í Fótbolta.net mótinu.
Halla Margrét í Breiðablik
Halla Margrét Hinriksdóttir hefur gengið frá félagaskiptum yfir til Breiðabliks og er þegar komin með leikheimild með bikarmeisturunum.
Birkir Ben með U 18 ára landsliði karla í Svíþjóð
Stórskyttan okkar Birkir Benediktsson er í Svíþjóð um helgina að keppa með U 18 ára landsliði karla en þeir spiluðu sinn fyrsta leik í gær í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Liðið mætti sterku liði heimamanna og töpuðu leiknum 21-31 fyrir Svíþjóð. Í dag fór fram annar leikur Íslands,strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti …
Komdu í handbolta !
Handboltaátak Aftureldingar og HSÍ
Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.
Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0
Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.