Lítilsháttar breytingar urðu á æfingatöflum í sölum hjá handboltadeild, badmintondeild, fimleikadeild og karatedeild um áramót. Sjá tímatöflur hér fyrir neðan sem tóku gildi frá og með 13. janúar.
Axel Óskar og Elvar Ingi á reynslu til Reading
Axel Óskar Andrésson og Elvar Ingi Vignisson munu í byrjun febrúar halda til Englands á reynslu hjá Reading í viku og munu æfa og spila æfingaleik með liðinu.
Bæði lið töpuðu fyrir HK í kvöld
HK stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar í Mikasa deild kvenna í blaki í Fagralundi í kvöld og varð fyrst til að vinna Mosfellingana í vetur. Lokatölur urðu 3:0.
Vor í lofti ?
Nú þegar styttist í þorra er gaman að segja frá fyrsta vorboðanum í knattspyrnudeild en meistaraflokkur karla hefur hafið leik í Fótbolta.net mótinu.
Halla Margrét í Breiðablik
Halla Margrét Hinriksdóttir hefur gengið frá félagaskiptum yfir til Breiðabliks og er þegar komin með leikheimild með bikarmeisturunum.
Birkir Ben með U 18 ára landsliði karla í Svíþjóð
Stórskyttan okkar Birkir Benediktsson er í Svíþjóð um helgina að keppa með U 18 ára landsliði karla en þeir spiluðu sinn fyrsta leik í gær í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Liðið mætti sterku liði heimamanna og töpuðu leiknum 21-31 fyrir Svíþjóð. Í dag fór fram annar leikur Íslands,strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti …
Komdu í handbolta !
Handboltaátak Aftureldingar og HSÍ
Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.
Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0
Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.
Afturelding lagði Stjörnuna 3-0 í Mikasadeild kvenna í kvöld að Varmá.
Afturelding og Stjarnan áttust við í Mikasadeild kvenna í kvöld í Mosfellsbænum. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og endaði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.
Uppfærð tímatafla vorannar 2014
Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á tímatöflunni og hér getið þið náð nýjustu útgáfuna af henni: Fimleikar tímatafla vorönn 2014 (PDF)