Nýr þjálfari hjá meistaraflokki karla í handbolta

Ungmennafélagið Afturelding

Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar og Reynir Þór Reynisson hafa komist að samkomulagi um að Reynir láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik. Reynir Þór  tók við liði Aftureldingar í lok  árs 2011 og hefur stýrt Mosfellingum síðan. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar þakkar Reyni Þór fyrir góð störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Konráð Ólavsson hefur verið ráðinn þjálfari …

Góður árangur á Íslandsmeistaramóti í karate

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata fór fram sunnudaginn 17.febrúar. Fjölmargir iðkendur frá karatedeild Aftureldingar tóku þátt í mótinu og þar af unnu átta keppendur til verðlauna.

N1 deild karla Fram – Afturelding

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding heldur í Safamýrina í kvöld og spilar við Fram kl 19:30. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og styðja strákana okkar. Áfram Afturelding.

Einar Marteinsson í Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Knattspyrnudeild Aftureldingar fékk í kvöld góðan liðsstyrk þegar varnarjaxlinn Einar Marteinsson gekk til liðs við Aftureldingu.

N1 deild karla Sigur á Íslandsmeisturunum

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Eftir lélegan leik á móti Fram í síðustu umferð mættu okkar menn staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og ná í tvö gríðarlega mikilvæg stig. Liðið fékk réttláta gagnrýni eftir síðasta leik. Þar var eins og menn væru búnir að gefast upp og út á við leit út eins og menn væru þarna bara skyldunnar vegna. Leikurinn í gær …