Dregið hefur verið í fyrstu umferðir Borgunarbikarsins í knattspyrnu. Meistaraflokkur Aftureldingar mæti Þrótti í 2.umferð sem fram fer í maí.
Einstaklingar blómstra
Þessa dagana er að ljúka innanhúss keppnistímabil 15 ára og eldri að ljúka í frjálsíþróttum. Nokkrir af okkar fremstu íþróttamönnum hafa verið óheppnir með þrálát meiðsli síðan í sumar og misstu þ.a.l. af undirbúningstímabili fyrir yfirstaðnar keppnir. Við stefnum þó hátt fyrir komandi sumartímabil en hápunktur þess er um mitt sumar og þrír af okkar íþróttamönnum náðu að gera góða hluti á Íslandsmótum eldri iðkenda síðustu vikurnar.
Íslandsmeistaramót barna og unglinga í Kata
Íslandsmeistaramót barna og unglinga verður haldið í Dalhúsum (Fjölni) sunnudaginn 17.febrúar. Mótið hefst kl.9 þar sem keppt verður í unglingaflokki en keppni barna hefst kl.13. Keppendur og liðstjórar skulu vera mættir 30 mínútum áður en mót hefst.
Frá sunddeild: FORELDRAFUNDUR
Stjórn sunddeildarinnar boðar til foreldrafundar þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20 í Varmárskóla. Þjálfarar segja frá starfinu fram á vor og stjórn situr fyrir svörum.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn sunddeildar
Halla og Telma í U19 landsliðið
Halla Margrét Hinriksdóttir og Telma Þrastardóttir taka þátt í landsliðæfingum U19 um helgina.
Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar
Hægt er að nálgast vinninga frá happdrætti Þorrablóts Aftureldingar á skrifstofu félagsins að Varmá.
Afturelding vann 1.deildar lið BÍ/Bolungarvík 3-2
Afturelding bar sigurorð af liði BÍ/Bolungarvíkur í Fótbolta.net mótinu í Kórnum á sunnudag.
RIG-2013 / TKD deild Aftureldingar fór á kostum
Keppendur frá Aftureldingu með frábæran árangur á Reykjavíkurleikunum sem fóru fram í janúar.
Nýr Taekwondo hópur: Fullorðnir byrjendur
Nýjir byrjendatímar hófust í janúar. Þú þarft ekkert nema bol, buxur og viljan til að komast í gott form.