Thelma Rut bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite 2012

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram í Fylkissetrinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis, laugardaginn 17. nóvember. Fjöldi keppenda frá 7 félögum voru skráðir til leiks. Í opnum flokki kvenni sigraði Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu og er þetta þriðja árið í röð sem Telma Rut vinnur opna flokkinn. Margar mjög skemmtilegar viðeignir áttu sér stað en maður mótsins var Kristján Helgi Carrasco, úr Víking sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla á mótinu.

Bikarkeppni HSÍ karla – Skyldusigur í bikarkeppninni.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding sótti Stjörnuna 2 heim í bikarkeppni HSÍ á mánudagskvöld Fyrirfram var vitað að mikill munur er á liðunum. En gamla klisjan að allt geti gerst í bikarkeppninni er alltaf til staðar. Afturelding mætti með sitt sterkasta lið í leikinn og greinilegt var að leikmenn mættu með rétt hugarfar í leikinn. Afturelding byrjaði leikinn vel og náði strax góðri forystu. …

N1 deild karla – Frábær sigur í Safamýrinni.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Það voru stálin stinn sem mættust í Safamýrinni á fimmtudaginn sl. Leikmenn Fram byrjuðu leikinn betur og komust í 4-1. Þá var eins og okkar leikmenn áttuðu sig á því að leikurinn var byrjaður og fóru að spila handbolta. Framarar höfðu þó undirtökin og komust í 8-4. En þá small vörn Aftureldingar og Davíð fór í gang í markinu. Frábær …