Leiðbeinandi – Frístundafjör Aftureldingar
Frístundafjörið er samstarfsverkefni Aftureldingar og bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar og er fyrir 1-2 bekkjar nemendur í grunnskóla.
Sex drengir valdir í æfingarhóp U 18 ára landsliðs íslands í Handknattleik.
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-18 ára landslið karla. Afturelding á 6 leikmenn í þessum hóp og eru það Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Snær Jónsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason og Unnar Arnarsson. Hópur mun fara í prófanir á líkamsástandi og æfa í tvennu lagi fimmtudaginn 20.desember. Að því loknu verður valinn 18 manna hópur sem …
Jólafrí
Í dag voru síðustu karatetímarnir fyrir jól. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 7.janúar með byrjendanámskeiðum. Framhaldshópar byrja aftur þriðjudaginn 8.janúar.
N1 deild karla Afturelding – Akureyri frítt inn
Frítt inn á leik Aftureldingar í N1 deild karla í handbolta Afturelding tekur á móti Akureyri í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 13. desember klukkan 18.00. Í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins mun Mosfellsbær bjóða á leikinn. Mætum öll og styðjum okkar menn!Áfram Afturelding
Guðmundur Mete í Aftureldingu
Guðmundur Viðar Mete hefur gengið til liðs við Aftureldingu og mun leika með liðinu næsta sumar.
Tveir piltar á æfingar með knattspyrnulandsliðum
Afturelding á tvo fulltrúa á landsliðsæfingum um næstu helgi
Fjórar stúlkur á æfingum með knattspyrnulandsliðum
Afturelding á fjóra fulltrúa á landsliðsæfingum um næstu helgi
Símabikarinn í dag kl 15:00 að Varmá Afturelding – Akureyri.
Hvetjum alla mosfellinga að mæta á völlinn og styðja strákana okkar áfram. Fyllum stúkuna Áfram Afturelding…..
Símabikarinn Afturelding – Akureyri lau 1.des kl 15:00 sjónvarpsleikur
Meistaraflokkur karla í handknattleik spilar í Símabikarnum við Akureyri laugardaginn 1.desember kl 15:00. Leikurinn verður sýndur beint á Rúv. Fjölmennum á völlin og hvetjum strákana okkar áfram….. Áfram Afturelding
N1 deild karla Enn og aftur tapað stig… Enn og aftur stigi náð.
Mikil þversögn í fyrirsögninni en upplifunin svipuð og eftir leikinn á móti HK. Það var botnslagur í Vodafone höllinni í gær. Mikið í húfi og mikilvægt fyrir Aftureldingu að tapa ekki og missa Valsara þremur stigum framúr. Leikurinn byrjaði eins og margir leikir hafa byrjað í vetur, illa. Valsmenn komust í 4-1 og leikmenn Aftureldingar virkuðu utan við sig og …