N1 deild karla Afturelding – Valur bein útsending í dag

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistaraflokkur karla tekur á móti Val í N1 deild karla í dag laugardag 6 október kl 15:45 og  verður leikurinn sýndur beint á Rúv. Hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar. Áfram Afturelding.

Frá Sunddeild

Sunddeild AftureldingarSund

Dómaranámskeiðið hefur verið fært til 23.október.

Bóklegir hlutar verða þriðjudaginn 23. október og fimmtudaginn 25. október frá
kl 18:00 – 21:00 í sal C í húsi ÍSÍ í laugardalnum.

Verklegi hlutinn fer fram á Extramóti SH laugardaginn 27. október (2 hlutar).

(2. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 8.30-10, mæting kl. 9.00

3. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 14-15, mæting kl. 14.30)

Leiðbeinandi verður Svanhvít G Jóhannsdóttir
Dagskrá og gögn koma síðar.
Skráningar berist til SSÍ fyrir hádegi mánudaginn 22.október.
Sundsamband@sundsamband.is

Bikar- og Bushidomót 7.október

Ungmennafélagið Afturelding

Karatesambands Íslands verður haldið í Smáranum (Breiðablik) sunnudaginn 7.október n.k. Þetta er fyrsta Bikar- og Bushidomót ársins af þremur á starfsárinu 2012-2013.

Frá sunddeildinni, dómaranámskeið

Ungmennafélagið Afturelding

Kæru foreldrar / forráðamenn
Sunddómaranámskeið fyrir almenna sunddómara verður haldið, bóklegir hlutar, þriðjudaginn 2. október og fimmtudaginn 4. október, báða dagana frá kl. 18.00 – 21.00 (staðsetning auglýst síðar). Verklegi hluti námskeiðisins fer síðan fram laugardaginn 6. október á TYR Ægis sundmótinu (mæting í mótshlutana er kl. 8.30 og kl. 14.30) í Laugardal. Útskrifaðir nemar geta síðan dæmt sjálfir á TYR Ægismótinu sunnudaginn 7. október og á öðrum sundmótum eftir það.

Skráningar á námskeiðið eru annað hvort á dmtnefnd@gmail.com eða netfangiðsundsamband@sundsamband.is“ . Við skráningu þarf að koma fram nafn, félag, netfang og símanúmer.

Íslandsmót yngri flokka í blaki hefst um helgina.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íslandsmót Yngriflokka fer óvenju snemma af stað á þessu ári eftir breytingar sem YFN BLÍ gerði á mótahaldi í sumar. Mótið um helgina verður fyrir 2. flokk og 4. flokk og verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ. Alls eru 38 lið skráð til leiks.

Grátlegt tap gegn Íslandsmeisturunum

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Leikmenn Aftureldingar mættu í Digranesið í gær staðráðnir að bæta upp fyrir svekkjandi tap gegn ÍR á mánudaginn sl. Leikurinn byrjaði ágætlega og Afturelding náði fljótlega 2-3 marka forustu. Vörnin var að standa vel og Davíð að verja mjög vel í markinu. Sóknarleikurinn ágætur og liðið var að skapa sér fín færi. Þessi færi nýttust því miður mjög illa og …