Konurnar sigruðu í sínum leik en karlarnir urðu að lúta í lægra haldi.
Tvö gull á Íslandsmóti í 2. og 4. flokki í blaki
Um síðustu helgi var haldið Íslandsmót í 2. og 4.flokki í blaki og sá blakdeild Aftureldingar um mótið. Alls tóku þátt 38 lið alls staðar að af landinu.
N1 deild karla Afturelding – Valur bein útsending í dag
Meistaraflokkur karla tekur á móti Val í N1 deild karla í dag laugardag 6 október kl 15:45 og verður leikurinn sýndur beint á Rúv. Hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar. Áfram Afturelding.
Frá Sunddeild
Dómaranámskeiðið hefur verið fært til 23.október.
Bóklegir hlutar verða þriðjudaginn 23. október og fimmtudaginn 25. október frá
kl 18:00 – 21:00 í sal C í húsi ÍSÍ í laugardalnum.
Verklegi hlutinn fer fram á Extramóti SH laugardaginn 27. október (2 hlutar).
(2. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 8.30-10, mæting kl. 9.00
3. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 14-15, mæting kl. 14.30)
Leiðbeinandi verður Svanhvít G Jóhannsdóttir
Dagskrá og gögn koma síðar.
Skráningar berist til SSÍ fyrir hádegi mánudaginn 22.október.
Sundsamband@sundsamband.is
Bikar- og Bushidomót 7.október
Karatesambands Íslands verður haldið í Smáranum (Breiðablik) sunnudaginn 7.október n.k. Þetta er fyrsta Bikar- og Bushidomót ársins af þremur á starfsárinu 2012-2013.
Lára Kristín Pedersen framlengir við Aftureldingu
Hin bráðefnilega Lára Kristín Pedersen hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu og hún mun því leika með liðinu sumarið 2013.
Frá sunddeildinni, dómaranámskeið
Kæru foreldrar / forráðamenn
Sunddómaranámskeið fyrir almenna sunddómara verður haldið, bóklegir hlutar, þriðjudaginn 2. október og fimmtudaginn 4. október, báða dagana frá kl. 18.00 – 21.00 (staðsetning auglýst síðar). Verklegi hluti námskeiðisins fer síðan fram laugardaginn 6. október á TYR Ægis sundmótinu (mæting í mótshlutana er kl. 8.30 og kl. 14.30) í Laugardal. Útskrifaðir nemar geta síðan dæmt sjálfir á TYR Ægismótinu sunnudaginn 7. október og á öðrum sundmótum eftir það.
Skráningar á námskeiðið eru annað hvort á dmtnefnd@gmail.com eða netfangiðsundsamband@sundsamband.is“ . Við skráningu þarf að koma fram nafn, félag, netfang og símanúmer.
Landsliðsverkefni framundan
Á næstunni taka nokkrir leikmenn Aftureldingar þátt í landsliðsverkefnum á vegum KSÍ
Íslandsmót yngri flokka í blaki hefst um helgina.
Íslandsmót Yngriflokka fer óvenju snemma af stað á þessu ári eftir breytingar sem YFN BLÍ gerði á mótahaldi í sumar. Mótið um helgina verður fyrir 2. flokk og 4. flokk og verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ. Alls eru 38 lið skráð til leiks.
Grátlegt tap gegn Íslandsmeisturunum
Leikmenn Aftureldingar mættu í Digranesið í gær staðráðnir að bæta upp fyrir svekkjandi tap gegn ÍR á mánudaginn sl. Leikurinn byrjaði ágætlega og Afturelding náði fljótlega 2-3 marka forustu. Vörnin var að standa vel og Davíð að verja mjög vel í markinu. Sóknarleikurinn ágætur og liðið var að skapa sér fín færi. Þessi færi nýttust því miður mjög illa og …