Meistaraflokkur karla í knattspyrnu byrjar tímabilið með stæl og vinnur sinn fjórða leik í röð í Lengjubikarnum
Aftureldingarball á Hvíta riddaranum á laugardag
Fjöldi tónlistarmanna kemur fram og heldur uppi stuðinu, óvæntir gestir og stemming !
Lagabreytingar og siðareglur samþykktar á aðalfundi
Á aðalfundi Aftureldingar 29. mars 2012 voru tillögur að lagabreytingum sem lágu fyrir fundinum samþykktar. Einnig voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur og reglugerð um siðanefnd félagsins.
N1 deild karla í handbolta
Afturelding fær Gróttu í heimsókn á morgun föstudag 30.mars kl 19:30.
Hvet alla til að mæta á leikinn og styðja strákana okkar.
Áfram Afturelding
Páskakökubasar
Fimleikadeildin hefur selt fjölda páskaeggja að undanförnu og mun ágóðinn renna til kaupa á áhöldum fyrir börnin. Einnig seldi deildin kaffi að Varmá síðastliðinn laugardag á línudansmóti við mikla ánægju viðstaddra.
Lára Kristín á leið til Hollands
U19 ára kvennalandslið Íslands leikur í milliriðli EM í Hollandi sem hefst á laugardag
Markaregn á Varmárvelli
Afturelding vann stórsigur á ÍH í 3.umferð Lengjubikarsins á Varmárvelli á föstudagskvöld. Úrslitin urðu 8-3, okkar mönnum í hag sem þar með hafa unnið alla sína leiki hingað til.
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. mars í Listasal Mosfellsbæjar
Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar
Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar Verður haldinn miðvikudaginn 21.Mars 2011og hefst kl. 18:00 Fundarstaður Skólastofa 6 fyrir utan íþróttamiðstöðina Varmá Mosfellsbæ Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál f.h. stjórnar handknattleiksdeildar …
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 20.mars kl 18:00 í skólastofunni að Varmá.